Á sýningunni Public Private taka höndum saman listakonur frá Ástralíu, Kína, Grikklandi, Íslandi og Taívan. Titill sýningarinnarinnar "Public Private" er skírskotun til feminískra kenninga um aðskilnað einkalífs og hins opinbera lífs kvenna.
Túlkun listakvennanna á þessum tveimur sviðum er tjáð undir formerkjum kvendómsins í listaverkum sem unnin eru í ólíka miðla, svo sem, skúlptúrum, málverkum og myndböndum. Verkin á sýningunni tvinna saman hugmyndafræði listakvennanna á þeirra opinbera lífi og einkalífi, svo sem, hvernig konur tolla við þau kynhlutverk sem samfélagið úthlutar þeim, þá sérstaklega sem skaparar lífs, óháð menningar-, etnískum- eða þjóðernisuppruna. Þar að auki ná upplifanir þeirra úr einkalífinu hápunkti í lífrænni túlkun þeirra á kvendómnum með því að styðjast við hinar mismunandi birtingarmyndir mannslíkamanns.
Listakonurnarnar varpa upp hugmyndum um einkalífið og hið opinbera líf og spegla þær hugmyndir í: félagslegri hugsmíðahyggju, hlýðni gagnvart samfélaginu í heild sinni og þeim kynhlutverkunum sem þeim hafa verið gefin. Aftur á móti, hrekja þær þessa hugmyndafræði með tilvistarlegum upplifunum sínum hver á sinn hátt. Verkin má því túlka sem ádeilu á væntingar samfélagsins til kvenna og líkama þeirra, þar sem skilningur listakvennanna á þessum hugmyndum er lagður fram með hráum og beinskeittum hætti. Sýningin er ávísun á fjölbreytta upplifun þar sem gestir fá tækifæri til þess að setja sig í samband við listakonurnar og þar með túlkun þeirra á kvendómnum.
Á sýningunni má líta verk sem spanna allt frá djörfum og blygðunarlausum málverkum sem kanna margbrotið eðli kynverundar og kynlöngunar á frelsandi og valdeflandi hátt, til áhrifamikilla skúlptúra sem snerta á hugmyndum um líkamsvitund og fegurðarstaðla sem konur lúta. Þar með eru gestir hvattir til þess að velta fyrir sér hvernig konur eru þvingaðar til þess að laga sig að mótum og væntingum samfélagsins. Þar að auki rannsaka listakonurnar aðrar víddir kvendómsins svo sem: sambönd, sjálfstjáningu og móðurhlutverkið. Móðurhlutverkið er til umfjöllunar í myndbanda- og ljósmyndaverkum sýningarinnar og hvernig það bæði mótast af kvendómnum og mótar hann. Höggmyndirnar og málverkin kanna á forvitnilegan hátt samband kvenna við náttúruna og litið er til þess hvernig konur hafa verið tengdar Jörðinni og hringrás móður náttúru órofa böndum í gegnum aldirnar.
Sýningarstjórar: Aðalheiður Kristbjörg Jensdóttir, Berglind Rögnvaldsdóttir, Fía Yang, Grétar Þór Sigurðsson og Veronika Katri
Listaverkin
Chiao-Han Chueh
(Taiwanese artist resides in Germany)
Website: http://cchaaart.weebly.com/
Instagram: @chiaohan_studio
Orange Body in the Dry Heat Desert
90x75cm
Acrylic and oil on canvas
A Long Time Since We Had a Good Rain
90x75cm
Acrylic and oil on canvas
Thread
110x110x60cm, plus rope
Textile, rope, wire and cardboard paper
Untitled
60x40cm
Oil on canvas
Hildur Henrýsdóttir
(Icelandic artist resides in Germany)
Website: https://hildurhenrysdottir.com/
Instagram: @hildurhenrysdottir_art
Under My Skin
180x150cm
Acrylic, ink, silk, wool, charcoal, oil pastel on linen
Veronika Katri
(Greek-Australian artist resides in Iceland)
Website: https://www.veronikakatri.com/
Instagram: @_veronika_k_art
Mother Earth
150x110cm
Oil, oil pastel on canvas
Untitled
100x80cm
Oil, acrylic on canvas
Margrét Rut Eddudóttir
(Icelandic artist resides in Iceland)
Website: http://www.maggarut.com
Instagram: @maggaeddudottir
Inside Light
80x70cm
Dry pastels on paper
Pure Luck
50x50cm
Textiles and polymer clay
Þögn
50x50cm
Textiles and polymer clay
Berglind Rögnvaldsdóttir
(Icelandic artist resides in Iceland)
Website: https://www.berglindrognvalds.com/
Instagram: @berglindrognvalds
Untitled
Video
A Memory
60x80cm
Plexiglass Print
Á sýningunni má líta verk sem spanna allt frá djörfum og blygðunarlausum málverkum sem kanna margbrotið eðli kynverundar og kynlöngunar á frelsandi og valdeflandi hátt, til áhrifamikilla skúlptúra sem snerta á hugmyndum um líkamsvitund og fegurðarstaðla sem konur lúta. Þar með eru gestir hvattir til þess að velta fyrir sér hvernig konur eru þvingaðar til þess að laga sig að mótum og væntingum samfélagsins. Þar að auki rannsaka listakonurnar aðrar víddir kvendómsins svo sem: sambönd, sjálfstjáningu og móðurhlutverkið. Móðurhlutverkið er til umfjöllunar í myndbanda- og ljósmyndaverkum sýningarinnar og hvernig það bæði mótast af kvendómnum og mótar hann. Höggmyndirnar og málverkin kanna á forvitnilegan hátt samband kvenna við náttúruna og litið er til þess hvernig konur hafa verið tengdar Jörðinni og hringrás móður náttúru órofa böndum í gegnum aldirnar.
Geysa 02
48x33cm
Plexiglass Print
Nature
112x80cm
Dry pastels on paper